January 14, 2026
MICEland 2026
Íslandsstofa (Meet in Reykjavík-Iceland Convention Bureau) býður upp á kynningarvettvang fyrir fyrirtæki í MICE ferðaþjónustu miðvikudaginn 14. janúar 2026 á Hilton Reykjavík Nordica frá kl. 15:10-17:00, bókað í gegnum fundarbókunarkerfi sem skráðir gestir fá sent til sín. Fundarbókanir opna föstudaginn 9. janúar. Einnig verður í boði að hitta sýnendur í hádeginu 14. janúar án fundarbókunar.
MICELAND er hluti af ferðaþjónustuvikunni. Nánari upplýsingar um ferðaþjónustuvikuna má finna á vef Ferðamálastofu
Ekkert gjald er tekið fyrir þátttöku í vinnustofunni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki (DMC/PCO), hagaðila og aðra gesti.
Hér að neðan má sjá lista yfir sýnendur. Ef þú smellir á fyrirtækjaspjaldið þá opnast gluggi með nánari upplýsingum um fyrirtækin og tengiliði.